Skip to content

Tix.is

Salurinn

Um viðburðinn

Þeir eru bæði vinir á sviðinu og utan þess. Þeir eru báðir í minnihlutahópi á Íslandi og af mörgum taldir í útrýmingarhættu. Það fer því jafnvel hver að verða síðastur að sjá þá Friðrik Ómar og Jógvan Hansen troða upp saman. En að öllu gamni slepptu þá gefst hér einstakt tækifæri til að hlýða á þá flytja vinsælustu plötu ársins 2009, Vinalög, í heild sinni ásamt hljómsveit skipuð valinkunnum mönnum og konum. Hljómsveitina skipa Benedikt Brynleifsson trommur, Vignir Snær Vigfússon gítar, Ingvar Alfreðsson píanó, Greta Salóme fiðla og Róbert Þórhallsson bassi.

Samstarf Friðriks og Jógvans hefur gefið af sér tvær plötur og tónleika víðsvegar en einnig stóðu þeir félagar fyrir söfnun handa Færeysku þjóðinni eftir óveður sem gekk yfir eyjarnar í nóvember árið 2011. Alls söfnuðust rúmlega 17 milljónir króna en verndari söfnunarinnar var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson.