Uppselt kl.19:30
Vegna fjölda áskorana verða aukatónleikar kl.22:00 samdægurs.
Föstudaginn 27. nóvember munu Friðrik Ómar og Rigg viðburðir efna til glæsilegra jólatónleika í Salnum í Kópavogi. Þetta eru fyrstu jólatónleikar Rigg viðburða, sem hafa getið sér gott orð fyrir afar vandaðar og metnaðarfullar tónleikasýningar á sl. árum. Yfirskrift tónleikana er "Heima um jólin" en Friðrik Ómar býður gestum til veislu þar sem hann mun syngja ný og gömul jólalög ásamt hljómsveit sem skipuð er okkar fremstu hljóðfæraleikurum.
„Það er mér mikil ánægja að vera kominn aftur í Salinn eftir 5 ára hlé. Ég hef átt margar frábærar stundir á þessu sviði og get vart beðið eftir að koma aftur og syngja í þessum fallega sal."
Á efnisskránni eru uppáhalds jólalög Friðriks í bland við eigið efni en þessi jólin sendir hann frá sér sína fyrstu jólaplötu í 8 ár, sem líkt og tónleikarnir heitir HEIMA UM JÓLIN.
Friðrik hefur þó sungið mikið af jólalögum undanfarin ár en hann hefur verið í fremstu röð á tónleikum Frostrósa sem þykja einir glæsilegustu jólatónleikar á Íslandi fyrr og síðar.
Fram koma:
Jóhann Ásmundsson bassi
Kristján Grétarsson gítar
Kjartan Valdemarsson píanó
Diddi Guðnason slagverk
Jóhann Hjörleifsson trommur
Sigurður Flosason blásturshljóðfæri
Ari Bragi Kárason trompet
Íris Lind Verudóttir raddir
Ágústa Ósk Óskarsdóttir raddir
Þóra Gísladóttir raddir
Margrét Eir gestasöngur
Hljóðmaður: Gunnar Smári Helgason