Skip to content

Tix.is

Salurinn

  • 14. nóvember 2025 kl. 20:00

Miðaverð:9.900 kr.

Um viðburðinn

Tónlistarmaðurinn og ólympíufarinn Már heldur tónleika í Salnum Kópavogi og Hljómahöll Reykjanesbæ ásamt 30 manna stórhljómsveit frá Manchester.

Öllu verður til tjaldað en hljómsveitina skipar glæsilegt hrynband, 12 manna strengjasveit, tré og málmblásturshljóðfæri, slagverk og söngvarar.

Á tónleikunum fá áhorfendur að heyra tónlist Más í bland við sígilda slagara í nýjum sinfónískum útsetningum.

Heiðursgestur sýningarinnar verður hinn víðfrægi enski söngvari Wayne Ellington. 

Í nóvember 2024 hélt Már sína fyrstu tónleika ásamt RNCM session Orchestra við frábærar undirtektir. Í framhaldi hefur hann komið fram með sveitinni á fjölda viðburða í Englandi; má þar helst nefna tvenna uppselda tónleika í Manchester, og framkomu á tónlistarhátíðinni Candle Calling.

Ætlunin er að gera enn betur á Íslandi í nóvember, mikið er lagt í tónleikana sem verða stærri og veglegri en nokkru sinni fyrr. 

Enski söngvarinn Wayne Ellington sem sló svo eftirminnilega í gegn í The Voice Uk verður sérstakur heiðurssöngvari tónleikanna í ár. Wayne hefur snert hjörtu milljóna manna um heim allan með söng sínum, en þetta verður í fyrsta sinn sem hann kemur fram á Íslandi. Hann hefur deilt sviði með hljómsveitinni Blur og sungið í brúðkaupi Prince Harry og Meghan Markle svo eitthvað sé nefnt. 


Styrktaraðilar tónleikanna eru: uppbyggingarsjóður Suðurnesja, K. Steinarsson, menningarsjóður Reykjanesbæjar, Rétturinn, Bus4U, Kökulist og Sporthúsið Reykjanesbæ.