Skip to content

Tix.is

Salurinn

  • 27. nóvember 2025 kl. 20:30

Miðaverð:7.500 kr.

Um viðburðinn

Hin lífsseiga spjalltónleikaröð Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, heldur ótrauð áfram inn í sextánda starfsvetur sinn í Salnum.

Stærstu stjörnur diskóáranna á Íslandi voru dúettinn Þú og ég. Hann skipuðu þau Helga Möller og Jóhann Helgason, frábærir söngvarar og Jóhann auðvitað landsþekktur lagahöfundur líka auk þess að vera annar helmingur annars dúetts; Magnúsar og Jóhanns. Endurkoma þessa goðsagnakennda tvíeykis á svið telst auðvitað til stórtíðinda og víst er að margir munu dilla sér við lög eins og Í Reykjavíkurborg, Dans dans dans og Villi og Lúlla. Ekki er ólíklegt að lög frá sólóferli þeirra fái að fljóta með, sem og smá jólastemning.