Sigga
Eyrún, Bjarni Snæbjörnsson og Karl Olgeirsson ásamt hljómsveit munu leiða
áhorfendur gegnum sannar tilfinningar, fallegar melódíur og háar nótur með
magnaðri söngleikjatónlist. Á hverja tónleika mæta einnig tveir mismunandi
gestasöngvarar sem flytja sín uppáhalds söngleikjalög svo óhætt er að fullyrða að hver sýning verður ólík!
Gestir á tónleikunum verða:
20. september - Hansa & Una Torfa
15. nóvember - Vala Guðna & Örn Árna
14. febrúar - Margrét Eir & Króli
25. apríl - Björgvin Franz & Þórunn Lár
9. maí - Katla Njáls & Þór Breiðfjörð
SMELLTU HÉR TIL AÐ KAUPA ÁSKRIFT Á FJÓRA TÓNLEIKA Í RÖÐINNI FYRIR AÐEINS 18.000 KR
Sigga Eyrún og Bjarni Snæbjörnsson eru ástríðufullir söng-leikarar. Síðustu ár hafa þau verið lúsiðin við að leika í söngleikjum eða setja upp og sýna eigin söngleiki eða tónleika tengda söngleikjum. Vinátta þeirra er samofin hinu konunglega söngleikjapari Viggó og Víólettu, sem skemmt hafa landanum í mörg ár á árshátíðum, í afmælum og víðar. Þá hafa Bjarni og Sigga hafa leikið og sungið í mýmörgum söngleikjum gegnum árin í bæði Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu, þar má nefna Vesalingana, Mary Poppins, Kardemommubæinn, Sem á himni, Slá í gegn, Ronju Ræningjadóttur, Jesus Christ Superstar, Frost og Góðan daginn, faggi.
Bjarni lauk leikaranámi með BFA gráðu frá sviðslistadeild Listaháskóla Íslands 2007 og er með MA gráðu í listkennslufræðum. Bjarni er einnig með margra ára söngnám að baki, meðal annars frá Söngskólanum í Reykjavík og Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Bjarni hefur komið víða við á sínum ferli, hvort sem er á sviði, í leikhúsi eða kvikmyndum. Hann hefur verið afkastamikill hjá sjálfstæðum leikhópum og hefur leikið í klassískum og nýjum verkum. Þar má nefna Jim í Glerdýrunum eftir Tennessee Williams og Fyrirlestur um eitthvað fallegt (á vegum Smartílab) og verkefnum leikhópsins Stertabendu: Góðan daginn, faggi, Stertabenda og Insomnia. Hann var einnig hluti af sýningarhóp Improv Ísland í 10 ár. Þá hefur hann mikla reynslu af að koma fram sem söngvari, á skemmtunum og sem veislustjóri og sungið á tónleikaröðum og tónleikum sérstaklega tileinkuðum söngleikjum og leikhústónlist, meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Norðulands.
Í vetur leikur Bjarni í Frosti í Þjóðleikhúsinu, en hann lék hér áður í Kardemommubænum, Framúrskarandi vinkonu, Jónsmessunæturdraumi, Vesalingunum og fleiri verkum. Hann lék í og samdi söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur var hér fjölmörgum sinnum í Kjallaranum, á Stóra sviðinu og fór í leikferð um landið í skóla á vegum Þjóðleikhússins, auk þess sem sýningin var sýnd á Edingborg fringe.
Sigga Eyrún útskrifaðist úr söngleikjadeild Guildford School of Acting. Hún lærði söng í Söngskólanum í Reykjavík, FÍH og CVI og er með kennsluréttindi (M.Art.Ed) frá Listaháskóla Íslands.
Sigga hefur leikið í
fjölda verkefna í helstu leikhúsum landsins og í sjónvarpi ásamt því að eiga
farsælan feril við talsetningar á teiknimyndum og hljóðbókalestri. Í
Þjóðleikhúsinu lék hún meðal annars í: Sem á himni, Framúrskarandi vinkonu,
Kardemommubænum, Nashyrningunum, Leitinni að jólunum og Vesalingunum. Í
Borgarleikhúsinu lék hún í Mary Poppins, Söngleiknum Gretti, Superstar, Sarínó
Sirkúsnum og hjá Leikfélagi Akureyrar lék hún í Ball í Gúttó. Hún hefur einnig
leikið í uppfærslum hjá sjálfstæðum leikhópum og má þar nefna: Endurminningar
Valkyrju í Tjarnarbíói, Hrekkjusvínin í Gamla bíói, Uppnámi (Viggó og Víóletta)
í Þjóðleikhúskjallaranum. Sigga var um tíma meðlimur í Improv Ísland. Hún hefur
komið víða fram sem söngkona, meðal annars í Söngvakeppni RÚV, og gaf út
sólóplötuna Vaki eða sef árið 2014.
Facebook
Instagram
Youtube
TikTok
Karl O. Olgeirsson (1972) hefur starfað sem tónlistamaður frá unga aldri. Hann hefur stjórnað upptökum á hátt í 50 hljómplötum og leikið inn á margar fleiri. Hann hefur starfað með ýmsum hljómsveitum og helstu söngvurum landsins. Hann var tónlistarstjóri og útsetjari Frostrósatónleikana í rúmlega 10 ár. Hann heldur úti hljómsveitunum Karl Orgeltríó, DJÄSS og Jazzdjöflunum, er stjórnandi kórsins Seims og er tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði. Hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2019 fyrir plötu sína, Mitt bláa hjarta sem valin plata ársins í djass og blúsflokki og sem tónskáld ársins í sama flokki. Sama ár hlaut hann Grímuverðlaun fyrir Einræðisherrann sem Þjóðleikhúsið setti upp.Karl hefur starfað sem tónlistarstjóri í mörgum leiksýningum , nú síðast í Eitruð lítil pilla og Fíasól gefst aldrei upp í Borgarleikhúsinu og Kardemommubænum í Þjóðleikhúsinu.
Af öðrum sýningum má nefna
Endurminningar valkyrju, We Will Rock You, Ronja ræningjadóttir, Kalli á
þakinu, Rómeó og Júlía, Einræðisherrann, Kabarett, Shakespeare verður
ástfanginn, Fame og Djöflaeyjan. Einnig tók hann þátt í Chicago, Lína
langsokkur, Litla hryllingsbúðin, Kysstu mig Kata, Rocky Horror Show og mörgum
fleirum