Undurfallegir sembaltónar frá 17. og 18. öld
Halldór Bjarki Arnarson kemur fram á hádegistónleikum í Salnum í Kópavogi í upphafi nýs árs.
Efnisskráin kannar þær andstæður sem einkenna sembaltónlist barrokktímans: Annars vegar það sem er rækilega bundið niður í form og það taumlausa og óstýriláta hins vegar. Leiðin liggur vítt og breitt um Evrópu á 17. og 18. öld, frá ströngum fúgum og þráhyggjukenndum þrástefjum til leikrænnar óperutónlistar og frjálsrar fantasíu. Þá má einnig heyra lýsingu á óvenjulegum atburði í lífi eins tónskáldsins, nótt eina við Rín.
Efnisskrá:
- Georg Friedrich Händel (1685 - 1759): Svíta í B Dúr, HWV 434
- Johann Sebastian Bach (1685 - 1750): Prelúdía og fúga í es moll, BWV 853
- Jean-Baptiste Lully (1629 - 1691): Les Sourdines d’Armide
Passacaille d’Armide
- Johann Jakob Froberger (1616 - 1667) Allemande faite en passant la Rhin
- Johann Sebastian Bach:
Fantasía og fúga í a moll, BWV 904
Halldór Bjarki Arnarson, semball og lestur.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin.
Menning á miðvikudögum er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
Viðburðir fara fram á víxl í Bókasafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs, Gerðarsafni og í Salnum í Kópavogi.
-------
Halldór Bjarki Arnarson (f. 1992) spilar jöfnum höndum á sembal, orgel, píanó og horn en er þar að auki liðtækur á ýmis konar íslensk þjóðlagahljóðfæri sem liðsmaður í fjölskylduhljómsveitinni Spilmenn Ríkínís. Hann hefur einnig fengist við tónsmíðar - samið raftónlist og hljóðfæratónlist, þar á meðal fjögur hljómsveitarverk.
Halldór hefur lokið tveimur bakkalársgráðum í hljóðfæraleik, í hornleik og semballeik frá tónlistarháskólunum í Hannover og Den Haag. Halldór leggur nú stund á meistarnám í semballeik við Schola Cantorum Basiliensis í Basel, Sviss, undir leiðsögn Andrea Marcon.
Halldór hefur komið fram víðs vegar í Evrópu, þar á meðal á Luzern Festival, Amsterdam Grachtenfestival, Laus Polyphoniae Antwerpen og Listahátíð í Reykjavík.
Halldór Bjarki hefur hlotið styrki frá minningarsjóðum Emils Thoroddsen og Karls Sighvatssonar. Ásamt Barrokkbandinu Brák hlaut hann Íslensku tónlistarverðlaunin 2020 fyrir tónlistarviðburð ársins. Kvartett hans Amaconsort hreppti fyrstu verðlaun í hinni virtu “Van Wassenaer” keppni fyrir tónlist fyrri alda sumarið 2021.
-------
The versatile Icelandic musician Halldór Bjarki Arnarson plays music for harpsichord from 17th and 18th century.
- Georg Friedrich Händel (1685 - 1759) Suite in B flat major, HWV 434
- Johann Sebastian Bach (1685 - 1750) Prelude and fugue in e flat minor, BWV 853
- Jean-Baptiste Lully (1629 - 1691)
Les Sourdines d’Armide
Passacaille d’Armide
- Johann Jakob Froberger (1616 - 1667) Allemande faite en passant la Rhin
- Johann Sebastian Bach
Fantasy and fugue in a minor, BWV 904
Halldór Bjarki Arnarson is a young Icelandic musician exploring the many sides of the European music scene. In 2012 he moved to the continent (DE & NL) and emerged in 2020 with 2 Bachelor’s degrees, covering both French horn and harpsichord. Halldór is currently working on a master’s degree in historical keyboards at the Schola Cantorum Basiliensis, CH under the guidance of Andrea Marcon.
Halldór plays the harpsichord, organ, piano, modern horn, and natural horn even-handedly, besides being skilled on various Icelandic folk-instruments as a member of the family band Spilmenn Ríkínís. Along with Spilmenn he has published two CD’s in 2009 and 2021. Halldór has also been active as a composer throughout his life, and his extensive list of compositions includes electronic and acoustic music, spanning from solo to orchestral pieces.
Halldór has received scholarships from various Icelandic memorial funds. His ensemble Amaconsort was awarded a.o the Bavarian Radio’s special prize in Deutscher Musikwettbewerb 2019 and along with Barrokkbandið Brák he received the Icelandic Music Awards for the Concert of the year in 2020. Halldór has performed all across Europe on occasions such as the Lucerne Festival, Listahátíð í Reykjavík and the Festival d’Ambronay. Stages include the Berliner Philharmonie, Helsinki Musiikkitalo and Tivoli Vredenburg, Utrecht.
Free entrance.
Culture Wednesdays is supported by Art and Culture Council of Kópavogur