Tix.is

Salurinn

Um viðburðinn

Jónas Ingimundarson píanóleikari og tónlistarfrömuður hefur átt einstakan þátt í íslensku tónlistarlífi síðastliðna áratugi. Hann er þekktur fyrir píanóleik sinn bæði sem einleikari og meðleikari. Á þessum tónleikum mun framúrskarandi tónlistarfólk flytja lög úr smiðju Jónasar. Við munum því fá að kynnast píanóleikaranum í hlutverki tónskálds og útsetjara.

Íslenska sönglagið hefur verið Jónasi sérstaklega hugleikið og er starf hans í þágu þess ómetanlegt. Eftir hann liggja fjölmargar hljóðritanir með hinum ýmsu söngvurum og hefur hann staðið fyrir fjölda tónleika þar sem íslensk tónlist eftir ýmsa höfunda er í forgrunni.

Boðið er upp á nýstárlegan tónleikatíma: sunnudaga kl. 13.30. 

Einsöngvarar:

Auður Gunnarsdóttir, sópran

Gunnar Guðbjörnsson, tenór

Hallveig Rúnarsdóttir, sópran

Kristinn Sigmundsson, bassi

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzosópran

 

Píanó:

Hrönn Þráinsdóttir


Boðið er upp á nýstárlegan tónleikatíma: sunnudaga kl. 13.30.