Poh Lin býr á Jólaeyju og vinnur við að aðstoða flóttafólk, sem hefur sótt um hæli í Ástralíu, og er haldið í fangabúðum lengst inni í frumskógi. Poh Lin á fullt í fangi með að hjálpa skjólstæðingum sínum eftir því sem ástand þeirra fer versnandi. Á meðan halda þær milljónir krabba sem búa á eyjunni í sitt árlega ferðalag úr frumskóginum niður að sjó. Táknræn og tímabær mynd sem var valin besta heimildarmyndin á Tribeca hátíðinni.