Skip to content

Tix.is

RIFF

Um viðburðinn

Menn og hænsni er bráðfyndin svört kómedía sem er leikstýrt af Óskarverðlaunahafanum Anders Thomas Jensen. Myndin fjallar um tvo undarlega bræður sem komast að því að þeir eru ekki raunverulegir bræður. Þeir halda af stað í leit að raunverulegum feðrum sínum. Á vegi þeirra verða nokkrir kynlegir kvistir sem eiga ef til vill furðulega margt sameiginlegt með bræðrunum.

________________________________________________________________________________________________________________ 

Mads Mikkelsen

Hinn danski Mads Dittmann Mikkelsen varð heimsþekktur sem franska illmennið Le Chiffre í James Bond bíómyndinni Royal Casino árið 2006. Hann þó var löngu áður orðinn þekktur á Evrópu fyrir hæfileika sína í leiklist.

Mads Mikkelsen fæddist Østerbro í Kaupmannahöfn þann 22. nóvember 1965. Hann fór seint í leiklistina, hann lærði fimleika og fór í balletskóla í Gautaborg í Svíþjóð, og starfaði sem atvinnudansari í næstum áratug áður en hann sneri sér að leiklistinni. Hann sló fyrst í gegn í dönsku bíómyndinni Pusher (1996) þegar hann var 30 ára gamall. Sú mynd fór víða um Vesturlönd og vakti athygli á þessum sjarmerandi leikara.

Mikkelsen hefur síðan þá leikið meðal annars Igor Stravinsky í frönsku myndinni Coco Chanel & Igor Stravinsky (2009) og hlutverk Lúkasar í dönsku myndinni Jagten (2012) eftir Thomas Vinterberg. Fyrir það hlutverk vann hann sem besti leikari í aðalhlutverki í Cannes. Þá hefur hann fengið einróma lof fyrir hlutverk sitt sem Dr. Hannibal Lecter í sjónvarpsþáttaröðinni Hannibal.