Myndin á sér stað í Danmörku árið 1770. Karólína Matthildur Danadrottning er kvænt Kristjáni VII, sem er veikur á geðsmunum. Drottingin á í leynilegu ástarsambandi við lækni hans, Johann Struensee. Sökum ásigkomulags konungs taka Karólína og Struensee í völdin í landinu en sumar ákvarðanir þeirra eru síður en svo vinsælar meðal efri stétta og skyndilega eiga þau sér afar valdamikla óvini.
___________________________________________________________________________________________________________________
Mads Mikkelsen
Hinn danski Mads Dittmann Mikkelsen varð heimsþekktur sem franska illmennið Le Chiffre í James Bond bíómyndinni Royal Casino árið 2006. Hann þó var löngu áður orðinn þekktur á Evrópu fyrir hæfileika sína í leiklist.
Mads Mikkelsen fæddist Østerbro í Kaupmannahöfn þann 22. nóvember 1965. Hann fór seint í leiklistina, hann lærði fimleika og fór í balletskóla í Gautaborg í Svíþjóð, og starfaði sem atvinnudansari í næstum áratug áður en hann sneri sér að leiklistinni. Hann sló fyrst í gegn í dönsku bíómyndinni Pusher (1996) þegar hann var 30 ára gamall. Sú mynd fór víða um Vesturlönd og vakti athygli á þessum sjarmerandi leikara.
Mikkelsen hefur síðan þá leikið meðal annars Igor Stravinsky í frönsku myndinni Coco Chanel & Igor Stravinsky (2009) og hlutverk Lúkasar í dönsku myndinni Jagten (2012) eftir Thomas Vinterberg. Fyrir það hlutverk vann hann sem besti leikari í aðalhlutverki í Cannes. Þá hefur hann fengið einróma lof fyrir hlutverk sitt sem Dr. Hannibal Lecter í sjónvarpsþáttaröðinni Hannibal.
Mán | Þrið | Mið | Fim | Fös | Lau | Sun |
---|---|---|---|---|---|---|
28 | 29 | 30 | 1 | 2 | 3 | 4 |
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | 1 |