Oleg er 10 ára strákur sem býr í Austur-Úkraínu, í miðju stríðsátakanna. Við fylgjum Oleg og Alexöndru ömmu hans yfir viðburðaríkt ár í lífi þeirra, ár þar sem átökin fara sífellt harðnandi og nágrannar þeirra og vinir flýja þorpið. Mynd sem afhjúpar þau djúpstæðu áhrif sem stríðsástand hefur á börn og hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg.