Kammermúsíkklúbburinn býður upp á gullfallega kammertónleika á Menningarnótt í Hörpu. Fram koma fiðluleikarinn Herdís Mjöll Guðmundsdóttir og Liam Kaplan píanóleikari en bæði koma fram í glæsilegri tónleikaröð Kammermúsíkklúbbsins veturinn 2025 – 2026.
Hvar: Norðurljósum
Hvenær: 23. ágúst kl. 14:00 - 14:40
Fyrir hverja: Allt tónlistaráhugafólk
Aðgangur er ókeypis
Öll velkomin svo lengi sem sætaframboð leyfir
Tónleikarnir eru liður í dagskrá Hörpu á Menningarnótt.
Hér má kynna sér alla dagskrá Hörpu á Menningarnótt 2025.
Efnisskrá:
Íslensk ljúflingslög í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar
- Þú ert (Þórarinn Guðmundsson)
- Litla kvæðið um litlu hjónin (Páll Ísólfsson)
- Draumalandið (Sigfús Einarsson)
- Snert hörpu mína (Atli Heimir Sveinsson)
Arvo Pärt
- Fratres (1980)
Atli Heimir Sveinsson
- Intermezzo úr Dimmalimm (1976)
Amy Beach
- Rómansa (1893)