Kammermúsíkklúbburinn býður upp á gullfallega kammertónleika á Menningarnótt í Hörpu. Fram koma fiðluleikarinn Herdís Mjöll Guðmundsdóttir og Liam Kaplan píanóleikari en bæði koma fram í glæsilegri tónleikaröð Kammermúsíkklúbbsins veturinn 2025 – 2026.
Tónleikarnir á Menningarnótt fara fram í Norðurljósum og vara í rúman hálftíma. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.