Skip to content

Tix.is

Óperan

  • 27. júlí 2025 kl. 16:00

Ókeypis

Um viðburðinn

Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, sópran, kemur fram í tónleikaröðinni Velkomin heim sunnudaginn 27. júlí klukkan 16. Með henni leikur Viðar Guðmundsson á píanó. Tónleikaröðin er á vegum FÍT og FÍH í samstarfi við Hörpu.

Tónleikarnir fara framí Hörpuhorni, á annarri hæð Hörpu.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

------

Hanna Ágústa var sigurvegari söngkeppninnar Vox Domini í byrjun árs 2024 og hlaut þar einnig titillinn Rödd ársins. Hanna er listamanneskja Borgarbyggðar 2024. Hún fór með hlutverk Óla Lokbrár í uppsetningu Kammeróperunnar á Hans og Grétu í Tjarnarbíói í desember 2023 og var einsöngvari á Reykholtshátíð 2023 og 2024. Hún hefur einnig sungið víða í Evrópu, en hún fór meðal annars með hlutverk Papagenu í Töfraflautunni í Theater Rudolstadt sumarið 2021. Hún var auk þess einn sigurvegara keppninnar Ungra einleikara á vegum LHÍ og SÍ og söng einsöng á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í maí 2022. 

Hanna lauk bakkalárprófi frá Tónlistarháskólanum í Leipzig árið 2022 þar sem hún nam söng undir leiðsögn Prof. Carola Guber. Áður hafði hún stundað söngnám við Söngskólann í Reykjavík og lauk þaðan framhaldsprófi undir leiðsögn Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Vorið 2016 hlaut Hanna styrk úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar til náms í Söngskólanum og í febrúar 2021 hlaut Hanna styrk úr minningarsjóði Heimis Klemenzsonar.