Nokkrir af fremstu tónlistarmönnum Íslands koma fram á stuttum hádegistónleikum í Eldborg í sumar.
Áhorfendur koma sér fyrir á sjálfu sviðinu og hinn undurfallegi Eldborgarsalur er því bakgrunnur tónlistarflytjendanna. Efnisskráin verður blanda af íslenskri og erlendri tónlist úr ýmsum áttum.
Fögur söngrödd ásamt glæsilegum Steinway flygli og Eldborg í allri sinni dýrð.
Þau sem koma fram:
12. júlí til 20. júlí - Ragnheiður Gröndal (píanó og söngur) og Guðmundur Pétursson (gítar)
21. til 27. júlí - Anna Gréta Sigurðardóttir (píanó og söngur) og Sigurður Flosason (saxófónn)
31. júlí til 3. ágúst - Anna Gréta Sigurðardóttir (píanó og söngur) og Sigurður Flosason (saxófónn)
8. til 17. ágúst - Stefanía Svavarsdóttir (söngur) og Pálmi Sigurhjartarson (píanó)