Skip to content

Tix.is

Óperan

  • 6. september 2025 kl. 20:00

Miðaverð:6.990 - 16.990 kr.

Um viðburðinn

Komdu og taktu þátt í einstökum tónlistarviðburði þar sem við fögnum ferli og arfleifð Magnúsar Eiríkssonar, eins ástsælasta texta- og lagahöfundar landsins.

Framúrskarandi listamenn munu flytja lög Magnúsar með glæsibrag.

Magnús Eiríksson, fæddur 25. ágúst 1945 í Reykjavík, er tónlistarmaður, lagahöfundur og textasmiður sem hefur haft mikil áhrif á íslenska tónlistarsögu. Hann er hvað þekktastur fyrir sína einstöku texta og lagasmíðar sem hafa fundið sér sess í íslenskri þjóðarsál og eru orðin partur af íslenskri arfleifð.

Á sjöunda áratugnum lék Magnús með hljómsveitum eins og Pónik og Blúskompaníinu. Hann vakti fyrst athygli sem lagahöfundur með Pónik, þar sem lög hans voru tekin upp í London árið 1966.

Árið 1976 kom út fyrsta plata hljómsveitarinnar Mannakorn, sem innihélt lög eins og "Einbúinn" og "Kontóristinn". Þessi plata sló í gegn og staðfesti stöðu Magnúsar sem eins fremsta lagahöfundar landsins. Í kjölfarið kom út aragrúi laga sem mörg hver eru orðin að klassík í íslenski dægurtónlist. Nægir þar að nefna lög eins og "Draumaprinsinn" í flutningi Ragnhildar Gísladóttur, "Einhver staðar einhvertíma aftur" í flutningi Ellenar Kristjánsdóttur, "Óbyggðirnar kalla“ í flutningi KK og Magga og síðast en ekki síst "Ég er á leiðinni" með Brunaliðinu í flutningi Pálma Gunnarssonar.

· Magnús hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir framlag sitt til tónlistar, þar á meðal heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 1999.

· Árið 2024 var honum veitt fyrstum allra, Þakkarorða íslenskrar tónlistar fyrir ævistarf sitt.

Þetta eru ómissandi tónleikar fyrir ómissandi fólk.