Anime - Barnateiknimyndir fyrir fullorðna? Fullorðinsteiknimyndir fyrir börn? Skiptir engu, því Anime er fyrir allt, alla, allar og öll.
Lúðrasveitin Svanur blæs til tónleika í Hörpu þar sem Anime er í aðalhlutverki. Myndum er varpað á skjáinn við undirleik lifandi tónlistar og til að toppa stuðið er búningakeppni með veglegum verðlaunum. Eina bremsan á búningana er hugi keppandana! Því meira - því betra - því stærra - því kraftmeira. Hvort sem þú skráir þig til keppni eða ekki … mættu í búning. Allar upplýsingar um keppnina og skráningu má finna á svanur.is/buningakeppni.
Ljúfsár tilfinninganúðlusúpa í bland við kraftmikla bardagatónlist yfir í japanskt swing. Veisla fyrir aðdáendur Cowboy Bebop, Totoro granna, The wind rises og fleiri stórvirkja frá frændfólki okkar í landi sólarupprásarinnar.
Fjölskylduskemmtun í heimsklassa. Staður og stund til að gleyma amstri hversdagsins og skilja krepputal og áhyggjur eftir á hafnarbakkanum og vonandi fjúka þær ofan í höfnina og koma aldrei til baka.
Ef þú ert enn að hugsa um hvort þú eigir að versla miða - hættu að hugsa og kýldu á það. Engin eftirsjá í boði hér!
Stjórnandi Svansins er Ella Vala Ármannsdóttir.
Almennt miðaverð er 4900, en miðaverð fyrir 12 ára og yngri er 2900.
Tónleikarnir eru um 1 1/2 klst., með hléi.