Skip to content

Tix.is

Óperan

  • 14. júní 2025 kl. 20:00

Miðaverð:5.900 - 14.900 kr.

Um viðburðinn

Hljómsveitin Geneva Camerata og krumpdansarar í Eldborg 14. júní

Harpa kynnir einstakan viðburð í Eldborg með hljómsveitinni Geneva Camerata þar sem krumpdans sameinast einu mesta meistaraverki tónlistarsögunnar, 5. sinfóníu Dmitris Shostakovítsj.

Fimmta sinfónía Shostakovitsj (1908 – 1975) var frumflutt í Leníngrad árið 1937 þegar ofsóknir Stalín stóðu sem hæst. Verkið er gríðarlega áhrifamikið, fullt af nístandi sársauka sem og himneskri fegurð. Hér er magnþrunginni tónlist Shostakovitsj teflt saman við krumpdans, kraftmikinn street dans sem þróaðist í Los Angeles í kringum síðustu aldamót. Sviðsetning er eftir Kader Attou, margverðlaunaðan danshöfund og brautryðjanda á sviði hip-hop dansmenningar á heimsvísu og dansarann og danshöfundinn Grichka.

Hljóðfæraleikarar Geneva Camerata spila á hljóðfæri sín og dansa ásamt fjórum krump-dönsurum, þeim Grichka, Melissu, Dexter og Hendrickx. Útkoman er gríðarlega kraftmikill gjörningur sem talar beint inn í samtímann og snertir á málum á borð við skilning, frelsi og umburðarlyndi.

Viðburðurinn hefst á sérstöku opnunaratriði þar sem hljómsveit og dansarar flytja verkið Battle Zone eftir Alexandre Mastrangelo (f. 1989). Verkið er glænýtt, pantað af hljómsveitinni og er samið fyrir REVOLTA-viðburðinn.

Geneva Camerata (GECA) hefur vakið heimsathygli fyrir ferska og nýstárlega nálgun sína við klassíska tónlist. Hljómsveitin var stofnuð árið 2013 af hinum víðkunna píanóeinleikara og hljómsveitarstjóra David Greilsammer. GECA er rómuð fyrir nýsköpun á sviði sígildrar tónlistar þar sem hún hefur þanið út mörk hins sígilda tónleikaforms og starfað með listafólki úr ólíkum listgreinum, svo sem úr leikhúsi, myndlist, dansi og sirkuslistum. Efnisskrá hennar er víðfeðm og margbreytileg þar sem hún tekst á við fjölbreyttar tónlistarstefnur, sígilda og samtímatónlist, jazz, rokk og raftónlist.

Hljómsveitin hefur aðsetur í Genf og er skipuð um sextíu framúrskarandi hljóðfæraleikurum sem koma frá öllum heimshornum. GECA hefur leikið með fjölmörgum eftirsóttum einleikurum og komið fram á tónleikum í bæði virtum tónleikahúsum og óhefðbundnum tónleikarýmum víða um heim.

Listrænn stjórnandi GECA er David Greilsammer.


Apríl
Janúar
Febrúar
Mars
Apríl
Maí
Júní
Júlí
Ágúst
September
Október
Nóvember
Desember
2025
1950
1951
1952
1953
1954
1955
1956
1957
1958
1959
1960
1961
1962
1963
1964
1965
1966
1967
1968
1969
1970
1971
1972
1973
1974
1975
1976
1977
1978
1979
1980
1981
1982
1983
1984
1985
1986
1987
1988
1989
1990
1991
1992
1993
1994
1995
1996
1997
1998
1999
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016
2017
2018
2019
2020
2021
2022
2023
2024
2025
2026
2027
2028
2029
2030
2031
2032
2033
2034
2035
2036
2037
2038
2039
2040
2041
2042
2043
2044
2045
2046
2047
2048
2049
2050
MánÞriðMiðFimFösLauSun
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
0:00
1:00
2:00
3:00
4:00
5:00
6:00
7:00
8:00
9:00
10:00
11:00
12:00
13:00
14:00
15:00
16:00
17:00
18:00
19:00
20:00
21:00
22:00
23:00