Tix.is

Norræna Húsið

Um viðburðinn

Ágúst Rosenbaum er nú þegar vel þekkt nafn í dönsku tónlistarlífi og núna er komið að Íslandi. August hefur samið tónlist fyrir myndlist, leikhús og dans en meðal þeirra listamanna sem hann hefur unnið með má nefna Rhye, Robin Hannibal, MØ, Kendrick Lamar, Kim Gordon, Kindness og SOHN. Í nýju sólóverkefni leitast hann við að finna ný tjáningarform og sína eigin rödd í nútímalegri píanótónlist. Í Norræna húsinu í júlí fáum við tækifæri til að heyra hann leika á fallega Steinway-flygilinn í fullkomnum hljómburði í tónleikasal Alvars Aalto. 

Fjórða tónleikaröð Norræna hússins verður sérstaklega glæsileg. Fyrir utan fjögur kvöld med framúrskarandi íslensku tónlistarmönnum býður húsið í ár upp á fjóra vel þekkta tónlistarmenn frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Frá draumkenndu og kvikmyndalegu avant-poppi og friðsælli píanótónlist yfir í rytmískt elektró popp – í sumar verður jafnvel enn breiðara úrval af tónlistarkonfekti en í fyrra.

www.nordichouse.is