Tix.is

Norræna Húsið

Um viðburðinn

Sigríður Ósk Kristjándsdóttir mezzósópran og Edda Erlendsdóttir flytja dagskrá sem ber titil ljóðaflokks eftir John Speight við ljóð Sigurðar Pálssonar sem verður frumfluttur á tónleikunum en flokkurinn er saminn sérstaklega fyrir Sigríði Ósk. Dagskrá tónleikanna frönsk-íslensk og inniheldur auk ljóðaflokksins verk eftir Maurice Ravel og Reynaldo Hahn. Gestir koma til liðs við flytjendur í einu verkanna, þær Emilía Rós Sigfúsdóttir þverflautuleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari.

Sigridur Ósk Kristjánsdóttirlauk hefur frá námslokum frá Royal College of Music í London tekið virkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi og syngur reglulega í óperum, óratoríum og á ljóðatónleikum hér heima og erlendis, m.a. með barrokkbandinu Sinfonia Angelica. Hún hefur sungið yfir tuttugu óperuhlutverk m. a. með Glyndebourne Óperunni, English National Opera, English Touring Opera og Íslensku Óperunni og komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Edda Erlendsdóttir er ein af okkar farsælustu píanóleikurnum hefur verið búsett í París mestallan ferilinn. Hér heima hefur hún m.a. leikið á Myrkum Músikdögum, hjá Kammermúsikklúbbnum, í Salnum, á Listahátíð í Reykjavík, á Tíbrár tónleikum og með Sinfóníuhljómsveit Íslands og erlendis m.a. H í Frakklandi, Skandinavíu, Englandi, Belgíu, Þýskalandi, Spáni, Sviss, Ítalíu, Rússlandi, Lettlandi, Úkraínu, Bandaríkjunum og í Kína.  Edda hefur leikið inn á diska með píanóverkum eftir C.P.E.Bach, Grieg, Haydn, og Tchaikovksky Schubert, Liszt, Schönberg og Berg. Hún er nú gestakennari við Listaháskóla Íslands

 

Aðgangseyrir er kr. 3.000 og 2.000 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja, ókeypis fyrir nemendur og gesti 20 ára og yngri. Miðar á tix.is og við innganginn

 

Klassík í Vatnsmýrinni er tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið.

 

Aalto bistro er opið til kl. 21.30