Tix.is

Norræna Húsið

Um viðburðinn

Á efnisskrá tónleikanna eru lög eftir Benjamin Britten, A Charm of Lullabies
sem voru samið árið 1947 og Sequenza III eftir L. Berio, en það verk gerir mjög
miklar og margbreytilegar kröfur til flytjandans, bæði til raddarinnar og krefst ekki
síður leikrænnar tjáningar í hæsta máta. Einnig eru á efnisskránni ný og nýleg verk
eftir íslensk tónskáld. Á efnisskránni eru fjórar þjóðlagaútsetningar eftir Snorra
Sigfús Birgisson úr lagaflokknum Níu lög að vestan og Hanna og Snorri munu
frumflytja lag, eftir Hjálmar H. Ragnarsson við kvæði eftir Njörð P. Njarðvík og
einnig frumflytja þau nýja útsetningu á Steinalögum Hauks Tómassonar við 3 kvæði
eftir Sjón og endurskoðaða útgáfu á sönglögum eftir Hafliða Hallgrímsson, Five
Poems, við kvæði eftir ensk börn á aldrinum 8-11 ára.