Tix.is

Menningarfélag Akureyrar

Um viðburðinn

Saga Borgarættarinnar er fyrsta leikna kvikmyndin sem tekin var upp hérlendis og markar því upphaf kvikmyndagerðar á Íslandi.


Nordisk Film Kompagni í Danmörku gerði myndina eftir skáldsögu Gunnars Gunnarssonar og kom til Íslands í ágúst 1919 með kvikmyndatökulið og danska leikara í helstu hlutverk. Aðalhlutverkið var í höndum Guðmundar Thorsteinssonar (Muggs) en auk hans lék fjöldi Íslendinga í myndinni sem var tekin upp á Rangárvöllum, í Borgarfirði, Reykjavík og Hafnarfirði. Kvikmyndin varð rúmlega þriggja tíma löng og hin dýrasta sem gerð hafði verið á Norðurlöndum á sínum tíma þegar hún var frumsýnd í Kaupmannahöfn í ágúst 1920.


Í tilefni aldarafmælis Sögu Borgarættarinnar hefur Kvikmyndasafn Íslands unnið stafræna endurgerð upp úr bestu finnanlegu eintökum af myndinni. Þórður Magnússon tónskáld var fenginn til að semja nýja tónlist við myndina sem verður frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á frumsýningu hinnar nýju endurgerðar í Hofi vorið 2021.


Samstarf Kvikmyndasafns Íslands, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri.