Vor í Vaglaskógi - Kammertónleikar í Hofi
Brasstríó Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands leikur verk eftir Poulenc, Bizet, Hull, Mozart og Bach.
Franskt horn: Ella Vala Ármannsdóttir
Básúna: Carlos Caro Aguilera
Trompet: Vilhjálmur Ingi Sigurðarson
Síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á þessu starfsári eru léttir kammertónleikar með Brasstríói Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Efnisskráin er létt og skemmtileg eins og vorvindurinn, blanda af þekktum þjóðlögum og verkum höfuðtónskálda sígildrar tónlistar.
Efnisskrá:
Francis Poulenc:
Sónata fyrir horn, trompet og básúnu
Brad Edwards:
Folk Song Sketches - Fimm amerísk þjóðlög
Dúett fyrir horn og básúnu - valdir kaflar
George Bizet:
Svíta úr óperunni Carmen
Overture og Andante - Habanera - Toreador song
úts: Eric Murphy
Richard Hull:
3 dúettar fyrir horn og trompet
Greensleeves
Enskt þjóðlag
Thomas Morley:
Þrír enskir madrigalar
Blow, Shepherds, Blow - Doe you not know? - God Morrow, Fayre Laydies
úts: Micah Everett
Wolfgang Amadeus Mozart:
Ave Verum Corpus
úts: Brad Howland
Johann Sebastian Bach:
Prelude and Fugue XIX úr Das Wohltemperierte Klavier, 2.bindi
úts. D.Sweete