Tix.is

Menningarfélag Akureyrar

Um viðburðinn

Heima Um Jólin 2017
17. desember kl. 19:00 - 3. AUKATÓNLEIKAR 
Miðasala hefst 6. október kl. 10:00 á mak.is og í síma 450-1000.
Tryggðu þér og þínum miða.

Árlegir jólatónleikar Rigg Viðburða, Heima Um Jólin, verða haldnir í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 16. og 17. desember. Friðrik Ómar fær til sín góða gesti þriðja árið í röð en tónleikarnir eru orðnir ómissandi partur af aðventunni hjá mörgum enda hefur nú þegar selst upp á þrenna tónleika 16. desember. Því hefur verið ákveðið að mæta mikilli eftirspurn með því að bæta við aukatónleikum sunnudagskvöldið 17. desember kl. 19:00. 

Það er óhætt að segja að þessi glæsilegi hópur flytjenda verði ekki í vandræðum með að leika og syngja helstu perlur jólanna. Stórkostlegir söngvarar stíga á svið ásamt 12 manna hljómsveit.

Söngvarar:
Friðrik Ómar
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir
Egill Ólafsson
Diddú
Jógvan Hansen
Svala Björgvinsdóttir.

„Við erum rosalega þakklát fyrir þennan mikla meðbyr. Það er mér mikilvægt að tónleikarnir séu vettvangur fyrir alla fjölskylduna til að koma saman og njóta. Það er aðeins vika í jólin þegar við stígum á svið í Hofi. Gestasöngvararnir mínir eru engar smá stjörnur svo ég get lofað að tónleikagestir eiga von á góðri skemmtun. Hér verður ekkert nema stuð og gæsahúð.“ - segir Friðrik Ómar.

Hljómsveitina skipa Ingvar Alfreðsson hljómborð, Jóhann Ásmundsson bassi, Jóhann Hjörleifsson trommur, Diddi Guðnason slagverk, Sigurður Flosason blásturshljóðfæri, Kristján Grétarsson gítarar. Bakraddir skipa þau Ragna Björg Ársælsdóttir, Kristinn Ingi Austmar og Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir. 

Strengjakvartett er undir stjórn Láru Sóleyjar Jóhannesdóttur sem er skipaður utan hennar af Marcin Lazarz-2. fiðla, Herdís Anna Jónsdóttir-víóla og Ásdís Arnardóttir á cello.
Um útsetningar og stjórn hljómsveitar sér Ingvar Alfreðsson.

 

Fylgist með hópnum undirbúa sig fyrir tónleikana á síðu tónleikanna á Facebook