Skip to content

Tix.is

Menningarfélag Akureyrar

Um viðburðinn

Portretttónleikar Atla Örvarssonar þar sem sinfónísk tónlist hans úr nokkrum heimsþekktum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum verður flutt. Þar má nefna tónlist úr Vantage Point, Hansel & Gretel og Chicago Fire. Auk þess verður frumfluttt nýtt verk eftir Atla.

„a wonderfully minimalist score that lends a mornful solemny to the film,“ segir Mark Kermode, gagnrýnandi The Guardian um tónlistina í Hrútum

Atli Örvarsson ólst upp á Akureyri og tónlist lék stórt hlutverk í lífi hans allt frá barnsaldri. Hann spilaði lengi í hljómsveitum, en þar á meðal má nefna hið akureyrska Stuðkompaní og Sálina hans Jóns míns. Hann stundaði nám í hinum virta Berklee-háskóla, þar sem hann fann sig í heimi kvikmyndatónlistarinnar, og í beinu framhaldi fór hann í mastersnám í North Carolina Shool of the Arts. Í dag semur hann alla tónlist í NBC þáttaseríunum Chicago Fire, Chicago PD og Chicago Med. Atli samdi einnig tónlistina í bandarísku kvikmyndinni „The Perfect Guy“ en sú mynd var sú söluhæsta í Bandaríkjunum í september 2015 og það var einmitt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem lék tónlistina undir stjórn Atla.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er með ferskan nútímalegan stíl. Hún hefur leikið inn á kvikmyndir og hljómplötur, spilað með tónlistarmönnum úr öllum geirum tónlistarflórunnar og heldur háklassíska sinfóníutónleika þess á milli. Hún hefur átt í samstarfi við Árstíðir, Dúndurfréttir, Dimmu, Pollapönk, Steve Hackett ( úr Genesis), Ólaf Arnalds, Eivöru Pálsdóttur, Gretu Salóme og Todmobile svo eitthvað sé nefnt. Sinfóníuhljómsveitin hefur undir stjórn Atla leikið í fjórum kvikmyndum á sínu fyrsta starfsári sem kvikmyndahljómsveit (Arctic Cinematic Orchestra).

Stjórnandi hljómsveitarinnar er Atli Örvarsson