Skip to content

Tix.is

Menningarfélag Akureyrar

Um viðburðinn

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna árlega stórtónleika Skonrokkshópsins 2016.

Sem fyrr er það Súpergrúbban Tyrkja Gudda sem að leikur undir hjá bestu rokksöngvurum Íslands í dag. Stebbi Jak, Eyþór Ingi, Pétur Jesú, Magni & Biggi Gildra skipta á milli sín stærstu númerum rokksögunar, en á efnisskránni eru lög t.d. Deep Purple, AC/DC, Metalica, Whitesnake, Kiss, Queen og fl.

Þetta verður í 4 skipti sem að sveitin tekur þennan rúnt og alltaf verið frábær aðsókn og það sem meira er, frábær stemning, enda mögnuð skemmtun í alla staði.

Hljómsvetina Tyrkja Guddu skipa þeir Sigurgeir Sigmunds, Einar Þór Jóhanns, Biggi Nielsen, Stefán íkorni Gunnlaugs & Ingimundur Benjamín.

Sérstakur gestur sem fyrr er Marshall undrið Ragnar Már Gunnarsson frá Flateyri.