Skip to content

Tix.is

Menningarfélag Akureyrar

Sala hefst 22. apríl 2025 kl. 10:00

Miðaverð:3.900 kr.

Um viðburðinn

Steps Dancecenter kynnir: Oog aksjón! Leikstjórar okkar tíma ??? 

Kvikmyndatöfrar og danssameinast á sviði þegar nemendur Steps Dancecenter stíga á stokk í stórglæsilegri vorsýningu ársins! Í sýningunni Oog aksjón! fögnum við frábærum leikstjórum sem hafa skapað ógleymanlegar kvikmyndir sem hafa hrifið okkur – unga sem aldna. 

Nemendur frá 2 ára aldri og upp úr túlka í dansi valin atriði úr kvikmyndum eftir nokkra af áhrifamestu leikstjórum samtímans. Við fáum að upplifa allt frá hasar og drama til ævintýra og tilfinningar – allt gegnum hreyfingu, tónlist og ímyndunarafl. ???

Innblástur sýningarinnar kemur frá kvikmyndum leikstjóra á borð við: - Quentin Tarantino (Pulp Fiction) - Baz Luhrmann (Moulin Rouge, The Great Gatsby) - Joseph Kosinski (Top Gun: Maverick) - Pete Docter (Inside Out) - John Lasseter (Toy Story) - Francis Lawrence (The Hunger Games) - Danny Boyle (Slumdog Millionaire) - Francis Ford Coppola (Bram Stoker’s Dracula) - George Lucas (Star Wars) - Tim Burton (Beetlejuice) - Mark Osborne & John Stevenson (Kung Fu Panda) 

Við lofum fjölbreytni, sköpunargleði og ógleymanlegri sýningu þar sem allir nemendur fá að njóta sín á sviðinu. Komdu og fagnaðu með okkur kvikmyndalist og dansi á einstakan hátt! ??? 

Tryggðu þér sæti og vertu vitni að töfrum sviðsins! Lights, camera… dance!