Skip to content

Tix.is

Menningarfélag Akureyrar

  • 4. maí 2025 kl. 16:00

Miðaverð:5.500 kr.

Um viðburðinn

Harmonikan hefur snert hjörtu Íslendinga frá því hún kom til landsins og frá miðri nítjándu öld og langt fram á tuttugustu öld var hún eitt helsta danshljóðfæri landans. Hún á sér sterka taug í þjóðarsálinni og eiga margir góðar minningar um harmonikuleik fjölskyldumeðlima og vina. Áheyrendur fá að kynnast því magnaða hljóðfæri sem harmonikan er og hvernig hægt er að leika á hana hinar ýmsu tegundir tónlistar. 

Á tónleikunum verður flutt fjölbreytt tónlist allt frá hefðbundinni danstónlist til nútímatónlistar þar sem jafnvel er öskursungið við undirleik harmonikunnar. Í tengslum við alþjóðadag harmonikunnar, sem er 6. maí ár hvert, heiðrum við harmonikuna og látum nikkutóna óma um Menningarhúsið Hof. 

Frá klukkan 14:30 geta gestir og gangandi heyrt harmonikuna óma á leið sinni um húsið þar sem hinir ýmsu harmonikuleikarar munu hita áheyrendur upp fyrir tónleikana. 

Á tónleikum í Hömrum klukkan 16:00 munu harmonikuleikarar á heimsmælikvarða flytja áheyrendum mismunandi stíla frá ólíkum tímabilum tónlistarsögunnar. 

Skipuleggjendur viðburðarins eru: Hrund Hlöðversdóttir og Agnes Harpa Jósavinsdóttir
Fram koma: Ásta Soffía Þorgeirsdóttir Tríó Mýr: Jón Þorsteinn Reynisson, Steinunn Arnbjörg Stefánsd., Daniele Basini Flemming Viðar Valmundsson
Stórsveit Félags harmonikuunnenda í Eyjafirði undir stjórn Roar Kvam 

Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóð sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Menningarfélagsins Hofs og Menningarfélags Akureyrar og af Uppbyggingasjóði Norðurlands eystra.