Það er aftur komið að Firðingi á Norðurlandi og það hefur strax tognað töluvert úr honum!
Í fyrra tóku þátt átta grunnskólar frá Akureyri og nærsveitum í þessari hæfileikakeppni sem er að fyrirmynd Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Í ár eru það tólf skólar frá Fjallabyggð til Húsavíkur sem etja kappi og því höldum við tvö undankvöld og svo úrslitakvöld. Undankvöldin fara fram í Tjarnarborg Ólafsfirði 18. apríl og Laugarborg Eyjafjarðarsveit 19. apríl. Úrslitakvöldið fer svo fram í HOFI 25. apríl en það er Menningarfélag Akureyrar sem stendur á bak við Fiðring með dyggum stuðning SSNE, Barnamenningarsjóðs, Samfélagsjóðs Landsbankans, SBA og þátttökuskólanna allra.