Páskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands 14. apríl í Hofi
Gloria eftir Vivaldi
Fjölbreytt dagskrá hátíðlegra barokkverka eftir Antoni Lotti, Antonio Vivaldi og Guiseppe Torelli
Credo í F - Lotti
Trompetkonsert í D dúr - Torelli
Hlé
Gloria RV 580 - Vivaldi
Hljómsveitarstjóri: Eyþór Ingi Jónsson
Einsöngvarar: Hildigunnur Einarsdóttir og Helena Guðlaug Bjarnadóttir
Einleikari á trompet: Vilhjálmur Ingi Sigurðarson
Kammerkórinn Hymnodia
Á viðburðinum mun umdæmisstjóri Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi, Soffía Gísladóttir í Rótarýklúbbi Akureyrar, veita tveimur afburðatónlistarkonum, Ernu Völu Arnardóttur píanóleikara og Bryndísi Guðjónsdóttur sópransöngkonu, þá glæsilegu stóru styrki sem árlega eru veittir til tónlistarnemenda í framhaldsnámi á háskólastigi. Af þessu tilefni syngur Bryndís aríu ásamt okkar landsþekkta píanóleikara Helgu Bryndísar Magnúsdóttur og Erna Vala leikur La Valse eftir Ravel.
Mán | Þrið | Mið | Fim | Fös | Lau | Sun |
---|---|---|---|---|---|---|
28 | 29 | 30 | 1 | 2 | 3 | 4 |
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | 1 |