Tix.is

Þjóðleikhúsið

Um viðburðinn

Þar sem samkomubann hefur verið sett á í landinu þarf Þjóðleikhúsið, eins og aðrar sviðslistastofnanir, að fresta sýningum um óákveðinn tíma. Helstu sviðslistastofnanir þjóðarinnar, þar á meðal Þjóðleikhúsið, eru í samstarfi um viðbrögð vegna Covid-19 veirunnar. 
Um leið og nýjar dagsetningar verða ákveðnar verður send út tilkynning. Sú regla gildir um miðakaup, að ef dagsetningu viðburðar er breytt, þá færast miðarnir sjálfkrafa á nýja dagsetningu. Ef ný dagsetning hentar ekki hafa stofnanirnar ákveðið að veita kaupanda rétt á endurgreiðslu, að því tilskildu að ósk um endurgreiðslu berist stofnuninni innan 7 daga frá tilkynningu um nýja dagsetningu.

Starfsfólk Þjóðleikhússins mun halda áfram að undirbúa næstu sýningar og næsta leikár. Við leggjum allt kapp á að viðhalda sköpunargleðinni í leikhúsinu, og hlökkum til að taka á móti ykkur í Þjóðleikhúsinu um leið og aðstæður leyfa.

Í fyrsta skipti í Íslandssögunni!
Fjölskyldusýning þar sem áhorfendum er hleypt á bakvið tjöldin í heimi leikhúss, ævintýra og töfra!

Lalli hefur starfað í leikhúsinu um árabil en einn daginn verður honum á í messunni þegar hann mætir klukkutíma of seint í vinnuna. Áhorfendur eru allir mættir en hann á enn eftir að undirbúa sviðið fyrir töfrasýningu dagsins. Þar sem ekkert fortjald er í Þjóðleikhúskjallaranum fá gestir leikhússins að fylgjast með uppsetningu á töfrasýningu Lalla Töframanns.

Þetta er fræðandi, töfrandi og um fram allt skemmtileg sýning sem veitir einstaka innsýn í leyndarmál og töfra leikhússins

Töfrar í Kjallaranum- þar sem allt getur gerst (og mun gerast).