Tix.is

Þjóðleikhúsið

Um viðburðinn

Leiksýningin Svartalogn er byggð á samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, en í henni fjallar höfundur af næmi og innsæi um hlutskipti kvenna sem samfélagið metur lítils. Bókin kom út árið 2016 og öðlaðist miklar vinsældir.
Tónlist gegnir mikilvægu hlutverki í sýningunni, en hana semur tékkneski óskarsverðlaunahafinn Markéta Irglová, sem er búsett hér á landi.
Með aðalhlutverk fara Elva Ósk Ólafsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Edda Arnljótsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Hallgrímur Ólafsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Birgitta Birgisdóttir og Snorri Engilbertsson.
Leikstjóri er Hilmir Snær Guðnason.

Frumsýning á Stóra sviðinu 21. apríl