Skip to content

Tix.is

Þjóðleikhúsið

  • 04. apr. - kl. 20:00
  • 12. apr. - kl. 20:00

Miðaverð:0 - 5.950 kr.

Um viðburðinn

Gunnar hét maður er kallaður var póstur. Var hann af öllum talinn álitlegasti, myndarlegasti og raddfegursti póstur á öllu landinu. Er hann nú úr sögunni.
Nú víkur sögunni vestur. Póstmaður er nefndur Jón og var af mörgum talinn hinn ásættanlegasti, einkum af eiginkonu sinni, Ingibjörgu, en kostir hans voru þeim sameiginlegt áhugamál. Það var einhverju sinni að maður konungs var staddur á Íslandi og heyrði Jón syngja. Fór svo að Jón afréð að flytjast til Kaupinhafnar og gjörðist þar konunglegur tenór. Svo mjög taldi Jón þau Ingibjörgu af einum hug að honum láðist að láta hana vita af þessum vendingum. Þannig vill til að Kaupinhöfn liggur að sjónum, eins og hafnir gjarnan gera, svo það er aldrei að vita nema Ingibjörg finni Jón sinn í fjöru.