Skip to content

Tix.is

Þjóðleikhúsið

  • Frá 28. desember
  • Til 26. janúar
  • 13 dagsetningar

Miðaverð:0 - 9.950 kr.

Um viðburðinn

Ævintýrið sem allir elska heldur áfram

Söngleikurinn Frost heillaði unga sem aldna upp úr skónum á síðasta leikári og ævintýrið heldur nú áfram á Stóra sviðinu af fullum krafti! Spennandi, fyndin og falleg saga, leikhústöfrar og mögnuð tónlist!  Frost hlaut fjórar tilnefningar til Grímunnar, m.a. sem barnasýning ársins, og var tilnefnd sem sýning ársins á Sögum, verðlaunahátíð barnanna.

Söngleikurinn er byggður á hinni ástsælu Disneyteiknimynd Frozen og hefur notið mikilla vinsælda á Broadway, West End í London og víðar. Þetta hrífandi ævintýri birtist okkur hér í nýrri uppfærslu Gísla Arnar, þar sem einstakt vald hans á töfrum leikhússins nýtur sín til fulls. Sagan er innblásin af Snædrottningunni eftir sagnameistarann H.C. Andersen, og á þannig uppruna sinn á Norðurlöndum, en Gísli Örn setur sýninguna upp víða um Norðurlönd.
Stórbrotin tónlistaratriði og bráðskemmtilegar persónur í nýjum söngleik þar sem þekkt og vinsæl lög hljóma í bland við fjölmörg ný lög sem eru samin sérstaklega fyrir söngleikinn.


Leikarar: Hildur Vala Baldursdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Kjartan Darri Kristjánsson, Almar Blær Sigurjónsson, Atli Rafn
Sigurðarson, Bjarni Snæbjörnsson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Ernesto Camilo Aldazábal Valdés, Hallgrímur Ólafsson, Hilmar Guðjónsson,
Ilmur Kristjánsdóttir, María Thelma Smáradóttir, Oddur Júlíusson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Viktoría Sigurðardóttir,
Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Örn Árnason, Jósefína Dickow Helgadóttir, Nína Sólrún Tamimi, Iðunn Eldey Stefánsdóttir, Emma Máney Emilsdóttir og fleiri.

Hljómsveit: Birgir Þórisson, Rögnvaldur Borgþórsson, Sólrún Mjöll Kjartansdóttir, Andri Ólafsson, Snorri Sigurðarson, Björg Brjánsdóttir, Haukur Gröndal, Sigrún Harðardóttir, Þórdís Gerður Jónsdóttir og fleiri.

Í samstarfi við Vesturport, Det Norske Teatret í Osló, Borgarleikhúsið í Stokkhólmi, Borgarleikhúsið í Helsinki og fleiri leikhús á Norðurlöndum.
Sýnt með leyfi Disney Theatrical Productions.


Þýðing: Bragi Valdimar Skúlason
Dans og sviðshreyfingar: Chantelle Carey
Tónlistarstjórn: Andri Ólafsson, Birgir Þórisson
Leikmynd: Börkur Jónsson
Búningar: Christina Lovery
Lýsing: Torkel Skjærven
Hljóðhönnun: Þóroddur Ingvarsson, Brett Smith