Tix.is

Þjóðleikhúsið

Um viðburðinn

Dísæt og daðurþyrst snúa Dömur og herra aftur úr kófinu og blása til sýningar á Hrekkjavökunni. Markmiðið er að hressa og hrella með galsafengnu gríni og kynþokkafullri kæti. Búrlesk hópurinn Dömur og herra hefur haslað sér völl á Íslandi með lostafullum og lífsglöðum fjölbragðasýningum sem hafa fallið afar vel í kramið hjá áhorfendum. Íslenskukunnátta er ekki skilyrði fyrir því að skemmta sér á sýningunum. Þær henta ekki þeim sem eru viðkvæmir fyrir holdlegu gríni og undrum mannslíkamans. Aldurstakmark 20 ár.