Skip to content

Tix.is

Þjóðleikhúsið

  • 30. des. - kl. 12:00
  • 30. des. - kl. 14:00
  • 30. des. - kl. 15:30

Miðaverð:0 - 4.950 kr.

Um viðburðinn

Hugljúft barnaleikrit um hin ástsælu Láru og Ljónsa, í aðdraganda jólanna

Bækur Birgittu Haukdal um Láru og Ljónsa njóta ómældra vinsælda hjá íslenskum börnum, og nú birtast þessar ástsælu persónur í fyrsta sinn á leiksviði. Leikverkið hentar vel yngstu áhorfendunum og er tilvalin skemmtun í aðdraganda jólanna. Birgitta Haukdal hefur samið ný lög fyrir leiksýninguna.

Verkið gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt?

Saga: Birgitta Haukdal

Leikgerð: Guðjón Davíð Karlsson

Teikningar: Anahit Aleqsanian

Aldursviðmið: 2ja til 7 ára.