Tix Miðasala ehf, sem á og rekur vefinn Tix.is, er miðasölufyrirtæki sem selur miða fyrir þriðja aðila á margvíslega viðburði ásamt því að útvega leik- og tónlistarhúsum miðasölukerfi til notkunar. Tix Miðasala ehf var stofnuð í lok september 2014 og var vefurinn formlega opnaður þann 1. október 2014.
Starfsfólk Tix hafa samanlagt yfir 100 ára reynslu í miðasölu og þróun miðasölukerfa. Þau hafa starfað fyrir miðasölufyrirtæki á Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Hollandi, Noregi og Rúmeníu. Í þessum löndum hafa þau sett upp miðasölukerfi fyrir öll helstu leik- og tónlistarhús og ber þar hæst að nefna Hörpu tónlistar - og ráðstefnuhús, Tónlistarhúsið í Árósum, Concertgebouw í Amsterdam, Stadsteatern í Stokkhólmi, Tívolí í Kaupmannahöfn, Danmarks Radio, Stavanger Konserthus, norsku óperuna, Gautaborgaróperuna og fleiri.
Hafir þú áhuga á að selja miða hjá Tix, þá máttu endilega hafa samband við okkur á netfangið events@tix.is eða í síma 551-3800. Síminn er opinn alla virka daga milli 12:00 og 16:00 en utan opnunartíma í neyðartilfellum geta viðburðahaldarar náð í okkur í s. 7826886.
Öll almenn þjónusta við miðakaupendur fer fram í gegnum info@tix.is eða í síma 551-3800. Þá er einnig hægt að senda okkur skilaboð á Facebook (tix.is) utan opnunartíma og við svörum þér við fyrsta tækifæri. Síminn er opinn alla virka daga milli 12.00 og 16.00 en þó kemur iðulega fyrir að starfsfólk Tix séu á vaktinni á hinum ýmsu tímum og alls ekki láta þér koma á óvart ef þér er svarað á kvöldin eða um helgar. Markmið okkar er að svara tölvupóstum innan þriggja virkra daga en við náum í flestum tilfellum að svara mun fyrr.
Frekari upplýsingar um Tix samsteypuna og hugbúnaðinn okkar má finna á vefsíðu okkar, tixly.com
Tix Miðasala ehf.
Hallgerðargata 13, 105 Reykjavík
Kennitala: 630914-0190
Virðisaukaskattsnúmer: 118057