Skip to content

Tix.is

ÍD

Um viðburðinn

Þetta er einstæður viðburður! Kanadíska elektró-pönk drottningin PEACHES flytur söngleikinn Jesus Christ Superstar á Stóra sviði Borgarleikhússins, studd af píanóleikara. Peaches er einn mest ögrandi listamaður samtímans og hefur gert óheflaða sviðsframkomu að aðalsmerki sínu. Í sýningunni Peaches Christ Superstar kemur aðdáun söngkonunnar á verki Andrews Lloyd Webber þó berlega í ljós, enda syngur hún öll níu aðalhlutverkin og ljær þeim þann tilfinningalega og dramatíska kraft sem til þarf. 

Þetta er sannkölluð veisla fyrir alla sem halda upp á sjálfan söngleikinn og vilja njóta ótrúlegra raddhæfileika hinnar mögnuðu Peaches!

Viðburðurinn er hluti af hátíðinni EVERY BODY´S SPECTACULAR, www.spectacular.is