Skip to content

Tix.is

ÍD

  • 21. mars 2026 kl. 20:00
  • 22. mars 2026 kl. 20:00
  • 27. mars 2026 kl. 20:00

Miðaverð:0 - 7.950 kr.

Um viðburðinn

Mömmó

Frumsýnt: 13. mars                   Nýja svið

Nýtt magnað verðlaunaverk eftir Paulu Vogel, höfund Ökutíma.

Ættmóðirin Phyllis flytur með táningsbörnum sínum, Carl og Mörtu ásamt nokkrum kakkalökkum í nýja íbúð sem vonandi er vistlegri en sú síðasta. Phyllis leggur metnað sinn í að kenna börnunum hvernig þau geti sem best lifað af í hörðum heimi og framfylgir aðferðum sínum af hörku og húmor. Grimm en hlý, óbilgjörn en samkvæm sjálfri sér tekst Phyllis á við raunveruleikann með ginflösku og sígarettur að vopni. En börn verða fullorðin og finna sínar eigin leiðir í lífi sem ber með sér nýjar og óvæntar áskoranir.

Höfundurinn Paula Vogel er Íslendingum að góðu kunn en verk hennar, Ökutímar, sló í gegn hér fyrir nokkrum árum. Hún er eitt vinsælasta og virtasta leikskáld Bandaríkjanna og hefur unnið til óteljandi viðurkenninga – en sagt hefur verið um hana að hún safni verðlaunum eins og svartur sófi safnar ryki. Mömmó eða Motherplay er nýjasta verk hennar, frá 2024 og var það tilnefnt til allra hugsanlegra leiklistarverðlauna bandaríkjanna á síðasta ári. Leikritið er að hluta til sjálfsævisögulegt en Vogel byggir það á sambandi sínu við móður sína og bróður.

Höfundur: Paula Vogel

Þýðing: Ingunn Snædal

Leikstjórn: Agnar Jón Egilsson

Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir

Ljósahönnun:

Hljóðmynd:

Leikarar:

Birna Pétursdóttir

Hákon Jóhannesson

Sigrún Edda Björnsdóttir.