Skip to content

Tix.is

ÍD

  • Frá 6. nóvember
  • Til 15. nóvember
  • 4 dagsetningar

Miðaverð:6.950 - 7.950 kr.

Um viðburðinn

Hamlet

Frumsýnt: 31. október               Litla svið        

Frægasta leikverk sögunnar – í nýjum búning fyrir nýjar kynslóðir!

“Að vera eða ekki vera”

Hér segir af prinsinum Hamlet sem missir föður sinn á voveiflegan hátt og missir í framhaldi af því tengsl við fjölskylduna, við ástina og við sjálfan sig. Hamlet er ein kunnasta persóna leikhúsbókmenntanna, í senn elskaður og óbærilegur, réttsýnn og syndugur, tvístígandi á mörkum sjálfsskoðunar og sjálfsréttlætingar.

Verkið rannsakar hvernig sjálfsmynd verður að sviðsetningu, hvernig ímynd og veruleiki renna saman. Á sama tíma stendur mannkynið frammi fyrir stærstu tilvistarspurningum sögunnar, hvað er satt og hvað er logið? Sannleikur eða blekking, ást eða aftenging, stríð eða bitcoin? Í þessum stórbrotna harmleik þar sem líf og dauði stíga sinn eilífa darraðadans, afhjúpar Shakespeare öfgar, spillingu, ójafnvægi og ómöguleika heiðarleikans.

Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrði verðlaunasýningunni Ást Fedru og tekst nú aftur á við klassíkina í einu þekktasta og vinsælasta verki leikhússögunnar, sjálfum Hamlet. Leikritið er marglaga og opið til túlkunar enda hafa leikstjórar og listamenn í aldanna rás fundið þar gamla og nýja þræði og spunnið sögur sem tala til áhorfenda á öllum tímum. Kolfinna fær til liðs við sig einvala lið leikara og listrænna stjórnenda en þýðandi er meistari íslenskrar tungu, Þórarinn Eldjárn.

Höfundur: William Shakespeare

Þýðing: Þórarinn Eldjárn

Leikgerð og leikstjórn: Kolfinna Nikulásdóttir

Leikmynd og búningar: Filippía Elísdóttir

Ljósahönnun: Pálmi Jónsson

Hljóðmynd: Salka Valsdóttir

Leikarar:

Hákon Jóhannesson

Hilmir Snær Guðnason

Hjörtur Jóhann Jónsson

Sigurbjartur Sturla Atlason

Sólveig Arnarsdóttir

Vilhelm Neto

Þórunn Arna Kristjánsdóttir