Skip to content

Tix.is

ÍD

  • 12. september 2025 kl. 20:00
  • 13. september 2025 kl. 20:00

Miðaverð:7.950 kr.

Um viðburðinn

,,Vissuð þið að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er alltaf kölluð sláturhúsið. Alltaf pökkuð, alltaf röð. Allir hóstandi og hnerrandi og ég finn svona hvernig ég er að verða veik að því að anda inn ógeðinu sem hinir anda út. Feita búkollu-mamman með massíva barnavagninn spyr móttökuna hversu lengi þurfa þau nú eiginlega að bíða. Konan í móttökunni segir að það er aftur bara einn læknir á vakt svo hún gerir ráð fyrir svona 2-3 klukkutímum að minnsta kosti"

Ífi´geni´a i´ A´sbru´ (Iphigenia in Splott) eftir Gary Owen er verðlaunaverk sem hefur farið sigurfo¨r um heiminn. Leikritið fjallar um I´fi´, stelpuna sem þu´ tekur sveig framhja´ þegar þu´ mætir henni hauslausri fyrir ha´degi. En það sem þu´ veist ekki er að þu´ stendur i´ ævilangri þakkarskuld við hana. Og nu´ er komið að skuldado¨gum.


Leikstjóri: Anna María Tómasdóttir

Leikkona: Þórey Birgisdóttir

Höfundur: Gary Owen

Hljóðhönnun: Kristín Hrönn Jónsdóttir

Ljósahönnun: Ásta Jónína Arnardóttir
Aðstoðarleikstjóri: Gígja Hilmarsdóttir

Plaggat grafík: Ragnar Fjalar Lárusson

Ljósmyndari: Grace Jane Claiborn-Barbörudóttir
Þýðing: Þórey Birgisdóttir og Anna María Tómasdóttir
Video kynningarefni: Árni Beinteinn
Lag: Anya Shaddock
   

????
,,Þórey leikur umbúðalaust með hjartað galopið.”
HEIMILDIN,,Leikstjórn Önnu Maríu er styrk eins og stálþráður. Ekki nokkur áhorfandi fer ósnortinn heim af sýningunni”
VÍÐSJÁ, RÚV.



,,Þetta verk á erindi við alla. Ekki missa af því”
TMM

,,Ífí er sjarmerandi, fráhrindandi, heillandi og hættuleg. Þórey neglir þetta allt.”
MORGUNBLAÐIÐ,,Leiksigur! Leikhús með erindi og sál. ”
JÓN VIÐAR


Viðvörun:
Verkið inniheldur senur um viðkvæm málefni og er bannað börnum. Til þess að spilla ekki fyrir upplifun þinni af verkinu hvetjum við þig til að fá nánari upplýsingar um sýninguna fyrirfram teljir þú að eitthvað gæti vakið upp óþægileg viðbrögð sem þú vilt forðast. Hafðu samband við midasala@borgarleikhus.is