Við fögnum sumardeginum fyrsta með töfrum, ævintýrum og dansi – og í ár bjóðum við ykkur með okkur í dásamlegt ferðalag til Hvergilands, þar sem allt getur gerst!
Sýningin ber heitið „Pétur Pan“, og byggir á hinu sígilda ævintýri um drenginn sem vildi aldrei verða fullorðinn. Með dansi og leik túlka nemendur Plié hina ýmsu persónur úr heimi Péturs – meðal annars Vöndu, Krokódílinn, Skellibjöllu, bræðurna Jón og Mikael, Kaptein Krók, Starra og auðvitað sjálfan Pétur Pan.
Allir þriggja ára og eldri aldri taka þátt í sýningunni. Við lofum litadýrð og mikilli dansgleði.
Látið draumana fljúga og komið með okkur til Hvergilands – því í dansi er allt mögulegt!
Mán | Þrið | Mið | Fim | Fös | Lau | Sun |
---|---|---|---|---|---|---|
31 | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 1 | 2 | 3 | 4 |