Skip to content

Tix.is

ÍD

  • 14. maí 2025 kl. 20:00
  • 17. maí 2025 kl. 13:00

Miðaverð:5.900 kr.

Um viðburðinn

Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz frumsýnir í ár hinn stórskemmtilega og sívinsæla söngleik Shrek á nýja sviði Borgarleikhússins. Hér er á ferðinni skemmtun fyrir alla aldurshópa með grípandi lögum, sprellfjörugu gríni og kraftmiklum dönsum.

Fyrir þau ykkar sem þekkið teiknimyndina er hér á ferðinni stórskemmtilegur Broadway-söngleikur með óteljandi hressum og fallegum lögum með Shrek, Asna, Fíónu prinsessu, vonda kallinum Farquaad og öllum hinum undraverunum; grín og gaman fyrir alla fjölskylduna!

Komið í Borgarleikhúsið og njótið ævintýrisins með okkur!

Athugið að sýningin er um 2 x 70 mínútur fyrir utan hlé.

Höfundar:

Tónlist eftir Jeanine Tesori

Söngtextar og handrit eftir David Lindsay-Abaire

Listrænt teymi:

Leikstjóri: Orri Huginn Ágústsson
Tónlistarstjóri: Ingvar Alfreðsson
Aðstoðartónlistarstjóri: Agnar Már Magnússon
Danshöfundur: Gabriel Marling Rideout
Höfundur (steppdans): Rebecca Hidalgo
Hönnun, förðun og yfirumsjón leikgerva: Elín Hanna Ríkarðsdóttir
Förðun og hugmyndavinna við hönnun leikgerva: Auður Svavarsdóttir
Yfirumsjón m. sviðsmynd, aðstoð v. leikgervahönnun, leikmunagerð:
Máni Emeric Primel
Þýðing söngtexta: Orri Huginn Ágústsson og Þór Breiðfjörð.
Þýðing leiktexta: Orri Huginn Ágústsson
Horft var til eldri þýðingar Agnesar Wild á verkinu
og lauslega byggt á henni að hluta.  
Stjórnandi söngleikjadeildar: Þór Breiðfjörð
Söngkennarar: Jóhanna Vigdís Arnardóttir
og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
Hljóðhönnun/keyrsla: Björgvin Sigvaldason
Ljósahönnun: Jóhann Bjarni Pálmason
Sviðsstjóri: Christopher Astridge

Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz er sú elsta sinnar tegundar á Íslandi og hefur í rúman áratug komið á fót öflugri menntun fyrir upprennandi söngleikjastjörnur. Nemendur hafa komist inn í virtustu háskóla í leiklist og söngleikjum bæði hér heima og erlendis, þar á meðal í Leiklistardeild, sviðshöfundadeild og skapandi miðlunardeild LHÍ. Skólinn hefur styrkt stöðu söngleikjalistar á Íslandi með alhliða sviðsþjálfun og metnaðarfullri söngkennslu.

Söngskóli Sigurðar Demetz byggir á arfleifð Scala-söngvarans Sigga Demm (Vincenso Maria Demetz) frá Suður-Týról, sem kom til Íslands og hafði djúpstæð áhrif á sönglíf og söngkennslu þjóðarinnar. Óperusöngvarar landsins hafa margir hlotið menntun þaðan, og nú heldur skólinn áfram að útskrifa hæfileikaríka listamenn í söngleikja- og tónlistarleikhúsi.

Miðasala er hafin – tryggið ykkur sæti á þessu ævintýri á Tix.is!

Umsóknir í söngleikjadeild og einsöngsdeild fyrir næsta skólaár eru opnar á www.songskoli.is.

Shrek The Musical er sýnt samkvæmt samningi við Music Theatre International (MTI). Öll sýningarleyfi og efni eru í boði í gegnum MTI. www.mtishows.co.uk