Íslenski dansflokkurinn kynnir tvö ný íslensk dansverk, frumsýnd sama kvöldið á stóra sviði Borgarleikhússins.
HVERFA
Verk eftir Melkorku Sigríði Magnúsdóttur
Hverfa er óður til negatívunnar og þess sem blasir ekki við, líkt og ranghverfa
á flík, herðatré á tómum fatarekka, hátalarasnúra í flækju eða annað sem við
tökum að öllu jöfnu ekki eftir. Verkinu má líkja við upphafningu á aukaatriðum
þar sem hið ósýnilega verður sýnilegt. Í Hverfu mætast tveir dansarar í nokkurs
konar sálumessu til leikhússins og þess sem á það til að hverfa í bakgrunninn.
Höfundur: Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
Dansarar: Ásgeir Helgi Magnússon og Andrean Sigurgeirsson
Leikmynd og Búningar: Elín Hansdóttir
Tónlist: og hljóðmynd: Árni Rúnar Hlöðversson
Ljósahönnun: Jóhann Friðrik Ágústsson
Dramatúrg: Igor Dobricic
Æfingastjóri: Katie Hitchcock
Framleiðsla: Milkywhale
ÓRÆTT ALGLEYMI LIMINAL STATES
Verk eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur
Að vera áhorfandi að verkum Margrétar Söru er eins og að horfa inn í fljótandi spegil. Hér líður tíminn á annan hátt en við erum vön. Nærvera dansaranna á sviðinu, sviðsmynd og tónlist bjóða okkur að halla okkur inn í spennandi flæmi þar sem innri og ytri veruleiki fljóta saman og okkur er boðið inn í kraftmikla og dáleiðandi upplifun.
Höfundur: Margrét Sara
Guðjónsdóttir
Dansarar: Elín Signý Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina
Alejandre og Una Björg Bjarnadóttir
Tónlist: Peter Rehberg
Ljósahönnun: Jóhann Friðrik Ágústsson
Sviðsmynd: Margrét Sara Guðjónsdóttir
Aðstoð við sviðmynd: Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir
Búningar: Karen Briem