Skip to content

Tix.is

ÍD

  • Frá 28. desember
  • Til 24. janúar
  • 7 dagsetningar

Miðaverð:6.800 - 7.800 kr.

Um viðburðinn

Tóm hamingja
Óstöðvandi hláturskast

Frumsýnt 25. október

Salur: Nýja svið

Tóm hamingja er glæný gleðisprengja á tveimur sviðum. Þetta ferska og sprenghlægilega leikhúsform heldur öllum á tánum, leikurum jafnt sem áhorfendum. Vinahópurinn ákveður að taka smá inngrips partý upp í bústað um áramótin. Þau hafa þungar áhyggjur af Hjálmari sem virðist alveg vera að missa af hamingjulestinni. Hann er óvirkur á samfélagsmiðlum og hættur að drekka sem er klárlega merki um alvarlegt þunglyndi. Því ákveður vinahópurinn að hjálpa. Þessi áramót eiga að vera tóm hamingja svo Hjálmar sjái ljósið á ný. En misskilningur, meðvirkni, ofskynjunarvöfflur, framhjáhald, kind og fleira flækja bústaðarferðina all verulega.

Gaflaraleikhúsið er þekkt fyrir stórskemmtilegar sýningar unnar lóðbeint upp úr íslenskum veruleika og áhorfendur verða ekki sviknir af þessu bráðfyndna verki sem allir frá fermingu og fram á grafarbakkann geta hlegið að.

Höfundar: Arnór Björnsson, Ásgrímur

Gunnarsson og Óli Gunnar Gunnarsson

Leikstjórn og dramatúrg: Björk Jakobsdóttir

Leikmyndahönnun og smíði: Svanhvít Thea Árnadóttir

Hljóðstjórn: Máni Svavarsson

Tónlist: Jónas Sigurðsson

Búningar: Sara Sól Sigurðardóttir

Lýsing: Freyr Vilhjálmsson

Aðstoðarleikstjóri: Kolbrún María Másdóttir

Framkvæmdastjórn: Björk Jakobsdóttir og Gunnar Helgason

Leikarar:

Arnór Björnsson

Ásgrímur Gunnarsson

Benedikt Karl Gröndal

Berlind Alda Ástþórsdóttir

Óli Gunnar Gunnarsson

Steinunn Arinbjarnardóttir

Vigdís Halla Birgisdóttir

Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði og Hafnafjarðarbæ.  Í samstarfi við Gaflaraleikhúsið.