Skip to content

Tix.is

ÍD

  • Frá 21. mars
  • Til 12. apríl
  • 9 dagsetningar

Miðaverð:7.800 - 10.500 kr.

Um viðburðinn

Fjallabak
Ástarsaga fyrir okkar tíma

Frumsýnd 14. mars

Salur: Nýja svið

Eins og Rómeó og Júlía okkar tíma hefur ástarsaga kúrekanna Ennis og Jacks snert við hjörtum áhorfenda um allan heim. Verkið byggir á samnefndri Pulitzerverðlauna smásögu Annie Proulx og síðar gerði kvikmyndaleikstjórinn Ang Lee rómaða kvikmynd eftir sögunni. Hér segir af kúrekunum Ennis og Jack sem hittast fyrir tilviljun þegar þeir vinna við að smala búfé á fjöllum í Bandaríkjunum um miðbik síðustu aldar. Þrátt fyrir gríðarlega fordóma samfélagsins dragast þeir hvor að öðrum og reyna saman að höndla ást og frelsi sem er í fullkominni mótsögn við ofbeldið og erfiðleikana í umhverfi þeirra.

Leikstjórinn Valur Freyr Einarsson fær til liðs við sig tvo af fremstu leikurum Borgarleikhússins í hlutverk Ennis og Jacks auk þess sem lifandi tónlist sýningarinnar er í höndum Guðmundar Péturssonar og Þorsteins Einarssonar.

Höfundur: Ashley Robinson

Þýðing: Maríanna Clara Lúthersdóttir

og Sigurbjörg Þrastardóttir

Tónlist og söngtextar: Dan Gillespie Sells

Leikstjóri: Valur Freyr Einarsson

Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson

Búningar: Stefanía Adolfsdóttir

Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson

Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson

Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir

Leikarar:

Björn Stefánsson

Esther Talía Casey

Hilmir Snær Guðnason

Hjörtur Jóhann Jónsson

Íris Tanja Flygenring

Hljómsveit: Guðmundur Pétursson

og Þorsteinn Einarsson