Skip to content

Tix.is

ÍD

Um viðburðinn

Vegna mikillar eftirspurnar verður Íslenski dansflokkurinn með tvær aukasýningar á hinni geisivinsælu sýningu BLÆÐI: obsidian pieces.

Þetta er einstakt danskvöld þar sem sýnd eru verk eftir heimsþekkta danshöfunda. Les Médusées eftir Damien Jalet, Sin og The Evocation úr hinu geisivinsæla verki Babel(words) eftir Damien Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui og Black Marrow eftir Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur við frumsamda tónlist Ben Frost.

BLÆÐI: obsidian pieces fékk þrjár Grímur 2015 fyrir Tónlist ársins (Ben Frost fyrir Black Marrow), Danshöfund ársins (Damien Jalet fyrir Les Médusées) og Dansara ársins (Þyri Huld Árnadóttir fyrir Sin). BLÆÐI hlaut alls 9 tilnefningar til Grímunnar 2015, þar á meðal sem Sýning ársins 2015.

Sannkallað sjónarspil sem enginn má láta fram hjá sér fara.