Tix.is

ÍD

Um viðburðinn

Það þarf tæplega að kynna tónlistarmanninn Jónas Sigurðsson fyrir þjóðinni en hann hefur átt ótal smelli á liðnum árum. Nú tekur hann áhorfandann með sér í óvenjulegt ferðalag tals og tóna frá krumpaðri karlmennsku til mennsku hins milda hjarta.

Þetta er lífssaga Jónasar allt frá uppvexti hans í sjávarþorpinu Þorlákshöfn til dagsins í dag. Jónas fylgir áhorfendum í gegnum sögu sína sem einkennist af leit hans að sjálfum sér, heilbrigðri karlmennsku og tilgangi. Hann speglar sig í þeirri samfélagsgerð sem hann ólst upp við og margir kannast við. Hér sjáum við sakleysi bernskunnar verða fyrir áföllum í óvægnum heimi hins harðgerða Íslands þar sem vinnuþjarkar af báðum kynjum bera harm sinn í hljóði. Við fylgjum Jónasi í leitinni að karlmennskufyrirmynd - hvort sem hana er að finna hjá körlunum á bryggjunni, sjómönnunum, Obi Wan Kenobi eða Svarthöfða úr Stjörnustríðsmyndunum. Hér blandast sögur úr lífi Jónasar tónlistinni og baráttu hans við að verða að manni.

Sýningin er fyrir alla sem vilja kynnast töfrum hins milda hjarta.

Höfundur

Jónas Sig

Leikstjórn

Þorsteinn Bachmann

Hljóðmynd

Þórður Gunnar Þorvaldsson

Flytjandi 

Jónas Sig