Tix.is

Hljómahöll

Um viðburðinn

Hljómsveitin Valdimar gaf út sína fjórðu breiðskífu í september og ber platan heitið Sitt sýnist hverjum. Af því tilefni ætlar hljómsveitin að blása til stórtónleika í Hljómahöll þann 30. desember.

Hljómsveitin hélt nýverið stórglæsilega útgáfutónleika í Háskólabíó og það er enginn vafi á að tónleikarnir á þeirra heimaslóðum verði jafn glæsilegir!

"Frábær konsert og aldrei fyrr hefur hljómburðurinn í Háskólabíói verið fullkominn í mínum eyrum - þetta var sannkallað fimm stjörnu gigg." - Ásgeir Eyþórsson tónlistarspekúlant

Það er alltaf mikil upplifun að sjá Valdimar á sviði og verður engu til sparað á tónleikunum í Hljómahöll.

Nýja platan verður leikin í heild sinni en einnig þeirra þekktustu lög af fyrri plötum.

"Þegar ég horfði á þessa hljómsveit í Háskólabíó í gær, samspilið og stemninguna gat ég ekki annað en hugsað um hversu dýrmætt það er að sjá svona hljómsveit." - Kristján Freyr tónlistarmaður