Tix.is

Hljómahöll

Um viðburðinn

Stórtónleikar Kvennakórs Suðurnesja ásamt Valdimar og Fríðu Dís í tilefni af 50 ára afmæli kórsins.

Þann 22. febrúar 2018 verða 50 ár liðin frá því að Kvennakór Suðurnesja var stofnaður og er hann elsti starfandi kvennakór landsins. Kórinn hefur átt sinn þátt í blómlegu menningarlífi á Suðurnesjum og hefur stuðlað að þátttöku kvenna í tónlistarlífi á svæðinu, en mikill fjöldi söngkvenna hefur sungið með kórnum þessi 50 ár. Á tónleikunum verður flutt tónlist frá þessu tímabili eftir Suðurnesjatónskáld og textahöfunda, má þar nefna Magnús Þór Sigmundsson, Of Monsters and Men, Gunnar Þórðarson, Valdimar, Rúnar Júlíusson, Hjálma, Þorstein Eggertsson, Magnús Kjartansson og fleiri. Kórinn fær til liðs við sig frábært tónlistarfólk af Suðurnesjum, en þau Valdimar Guðmundsson úr hljómsveitinni Valdimar og Fríða Dís úr Klassart syngja nokkur lög með kórnum. Um hljóðfæraleik sjá Geirþrúður Fanney Bogadóttir á píanó, Þorvaldur Halldórsson á trommur, Jón Árni Benediktsson á bassa, Ásgeir Aðalsteinsson á gítar og Valdimar Guðmundsson á básúnu. Stjórnandi kórsins er Dagný Þórunn Jónsdóttir.